Vetrarleiga hentar þeim sem þurfa bíl eingöngu yfir vetrarmánuðina, til dæmis sem aukabíll á heimili eða fyrirtækjum sem þurfa bíl vegna sérstakra verkefna eða aukinna umsvifa að vetri. Leigutími er nokkuð sveigjanlegur en í boði er að taka bíl á vetrarleigu frá þremur mánuðum upp í átta mánuði ef bíll er tekinn snemma hausts.
Hægt er að velja milli þess að hafa innifalda 1.250 km eða 1.500 km á mánuði.
Suzuki Swift 1,2 Hybrid 4x4Árgerð 2022 - 5 dyra, beinskiptur, bensín
82.000 kr. á mánuði með 1.250 km inniföldum.86.000 kr. á mánuði með 1.500 km inniföldum.
Dacia DusterÁrgerð 2022/2023 - 5 dyra, beinskiptur, dísel
92.000 kr. á mánuði með 1.250 km inniföldum.96.000 kr. á mánuði með 1.500 km inniföldum.
Hyundai Tucson 1,6 T-GDI Smart 2wdÁrgerð 2022 - 5 dyra, beinskiptur, bensín
101.000 kr. á mánuði með 1.250 km inniföldum.105.000 kr. á mánuði með 1.500 km inniföldum.
Mitsubishi Eclipse Cross Plus PHEVÁrgerð 2022 - 5 dyra, sjálfskiptur, bensín/rafmagn (tengiltvinn)
115.000 kr. á mánuði með 1.250 km inniföldum.120.000 kr. á mánuði með 1.500 km inniföldum.
Fyrirspurn um vetrarleigu
Hefur þú áhuga á að taka bíl á vetrarleigu? Fylltu þá endilega út formið hér fyrir neðan og sendu okkur. Við kappkostum að svara öllum fyrirspurnum fljótt og vel.
Skrá þarf nafn, netfang, kennitölu og síma hið minnsta svo hægt sé að svara fyrirspurninni. Við reynum að svara eins fljótt og auðið er. Fyrirspurnir eru geymdar í hálft ár eða lengur. Til að láta breyta eða eyða fyrirspurn má senda beiðni á personuvernd@holdur.is