Fara í efni

Langtímaleiga

Við bjóðum langtímaleigu á nýlegum bílum í öllum stærðarflokkum

Við höfum leigt út bíla frá árinu 1966 og vorum fyrst íslenskra bílaleiga til að sérhæfa okkur í langtímaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Bílafloti okkar er bæði stór og fjölbreyttur, hann telur í heildina meira en 7000 bíla. Þetta umfang gerir okkur kleift að geta með skömmum fyrirvara boðið nánast hvaða tegund og gerð af bíl sem er til langtímaleigu og þannig brugðist við ólíkum þörfum viðskiptavina okkar. Leigutími getur verið allt frá 3 að 36 mánuðum, einnig er hægt að fá samninga á rafbíla í allt að 48 mánuði. Algengast er að gerðir séu 12, 24 og 36 mánaða samningar. Í boði eru allt frá minnstu bílum upp í stærstu jeppa ásamt atvinnubílum í mörgum stærðum. Við erum löngu þekkt fyrir góða, persónulega og sanngjarna þjónustu. Vertu hjartanlega velkomin/n í hóp þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt.

Skoða framboð og verð

Hverjir eru kostir langtímaleigu?

Góð yfirsýn yfir kostnað við rekstur bílsins þar sem allt viðhald er innifalið í leigunni.
  • Innifalið í langtímaleigunni er allt venjubundið viðhald, allar reglubundnar þjónustuskoðanir og smurþjónusta.
  • Sumardekk, vetrardekk og dekkjaskipti eru innifalin.
  • Tryggingar og bifreiðagjöld eru innifalin í leigugjaldi.
  • Leigutími getur verið frá 3 að 48 mánuðum og möguleiki á að skipta um bíl innan samningstíma.
  • Leigutaki fær lánaðan bíl án endurgjalds þegar bíll kemur í þjónustu sem tekur lengri tíma en 60 mínútur.
  • Tímapantanir í smurþjónustu og dekkjaskipti eru hér á vefnum.
  • Við höfum fjölda afgreiðslustaða um allt land og erum ávallt reiðubúin að þjónusta þig.
  • Engin fjármagnsbinding, jafnt fjármagnsflæði, góð yfirsýn og engin endursöluáhætta.

Þínar þarfir - okkar þjónusta