Fara í efni

Við bjóðum langtímaleigu á nýlegum bílum í öllum stærðarflokkum

Við höfum leigt út bíla frá árinu 1966 og vorum fyrst íslenskra bílaleiga til að sérhæfa okkur í langtímaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Bílafloti okkar er bæði stór og fjölbreyttur, hann telur í heildina um 8000 bíla.

Leigutími getur verið allt frá 3 að 36 mánuðum, einnig er hægt að fá samninga á rafbíla í allt að 48 mánuði. Algengast er að gerðir séu 12, 24 og 36 mánaða samningar.

Í boði eru allt frá minnstu bílum upp í stærstu jeppa ásamt atvinnubílum í mörgum stærðum. Við erum löngu þekkt fyrir góða, persónulega og sanngjarna þjónustu.

Vertu hjartanlega velkomin/n í hóp þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt. 

Skoðaðu úrval bíla hér

Hverjir eru kostir langtímaleigu?

  • Góð yfirsýn yfir kostnað við rekstur bílsins þar sem allt viðhald er innifalið í leigunni.

  • Leigutaki fær lánaðan bíl án endurgjalds þegar bíll kemur í þjónustu sem tekur lengri tíma en 60 mínútur.


  • Innifalið í langtímaleigunni er allt venjubundið viðhald, allar reglubundnar þjónustuskoðanir og smurþjónusta.

  • Tímapantanir í smurþjónustu og dekkjaskipti eru hér á vefnum.


  • Sumardekk, vetrardekk og dekkjaskipti eru innifalin.


  • Við höfum fjölda afgreiðslustaða um allt land og erum ávallt reiðubúin að þjónusta þig.


  • Tryggingar og bifreiðagjöld eru innifalin í leigugjaldi.


  • Engin fjármagnsbinding, jafnt fjármagnsflæði, góð yfirsýn og engin endursöluáhætta.

  • Leigutími getur verið frá 3 að 48 mánuðum og möguleiki á að skipta um bíl innan samningstíma.

Tímapantanir

Pantaðu tíma í dekkjaskipti, smurningu, smáviðgerð eða þvott og bón.

Tilkynna óhapp

Ef þú lentir í óhappi með bílinn getur þú látið okkur vita hér.

Skrá kílómetrastöðu

Hér getur þú skráð aflestur vegna kílómetraskatts hins opinbera.

Rafbílar í langtímaleigu

Rafbílar ganga eingöngu fyrir rafmagni og þróun þeirra tekur talsverðum breytingum ár frá ári. Þrátt fyrir að drægni þeirra sé alltaf að aukast kallar þessi kostur á meira skipulag og forsjárhyggju við notkun, sérstaklega í lengri ferðum. Rafbílar okkar eru með raundrægni á bilinu 100-400 kílómetra á einni hleðslu, allt eftir bílum og aðstæðum hverju sinni.

Lesa meira