Fara í efni

Ökuritar

Eftirfarandi upplýsingum er safnað saman af bílaleigunni frá sérhverju ökutæki sem búið er ökurita frá fyrirtækinu Telematics (hér eftir nefnt þjónustuaðili ökuritans): Staðsetning, ökuhraði, hröðun, upplýsingar um högg (staðsetning, þyngdarafl og stefna ákomu) ásamt upplýsingum um staðsetningu og virkni tækis í bifreið. 

Þessum upplýsingum er safnað saman af eftirfarandi ástæðum:

  • Greining og forvarnir vegna glataðra eða stolinna ökutækja í eigu fyrirtækisins
  • Umsýsla vátryggingakrafna
  • Auðkenning óleyfilegrar tilfærslu bifreiða
  • Að fylgjast með og bæta aksturshegðun viðskiptavina
  • Stýring bifreiðaflota

Þjónustuaðili ökuritans notar hýsingaraðila í Evrópu til að hýsa þær upplýsingar sem hann aflar og nota viðeigandi tækni til að tryggja öryggi gagna. Þjónustuaðili ökuritans og Höldur ehf. munu undirgangast eftirfarandi skyldur vegna laga um persónuvernd: 

Þjónustuaðili ökuritans mun aðeins vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við skrifleg fyrirmæli Hölds ehf. (þar með talið þegar um er að ræða alþjóðlegan flutning persónuupplýsinga) nema þess sé krafist samkvæmt lögum.

Þjónustuaðili ökuritans mun tryggja að einstaklingar sem meðhöndla gögnin séu bundnir þagnarskyldu og mun grípa til viðeigandi verndarráðstafana til að tryggja öryggi við vinnslu.

Þjónustuaðili ökuritans mun aðeins tengjast vinnsluaðila með upplýstu samþykki gagnastjóra og skriflegum vinnslusamning.

Þjónustuaðili ökuritans mun aðstoða Höld ehf. við að útvega hlutaðeigandi aðgang og leyfa aðilum gagna að nýta rétt sinn samkvæmt lögum um persónuvernd.

Þjónustuaðili ökuritans mun aðstoða Höld ehf. við að uppfylla kröfur um persónuvernd í tengslum við öryggi í meðferð persónuupplýsinga, upplýsa um öryggisrof persónurekjanlegra gagna og leggja mat á áhrif gagnaverndar.

Þjónustuaðili ökuritans mun eyða eða skila öllum persónuupplýsingum að beiðni Hölds ehf. við lok samnings.

Þjónustuaðili ökuritans mun við úttekt og rannsókn útvega Höldi ehf. allar þær upplýsingar sem þarf til að tryggja að báðir aðilar uppfylli skyldu sína gagnvart 28. grein laga um persónuvernd og upplýsa Höld ehf. ef hann er beðinn að gera eitthvað sem er í bága við lög Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR) eða aðildarlands. 

Þessi vinnsla er til þess gerð að vernda bílaflota okkar með vísan til lögvarinna hagsmuna.