Skráning kílómetrastöðu
Í ársbyrjun 2024 var tekið upp kílómetragjald fyrir akstur rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbíla. Kílómetragjald er áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Þannig er greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan byggir á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn.
Gjaldið er 6 krónur fyrir hvern ekinn kílómeter á rafmagns- og vetnisbíla en fyrir tengiltvinnbíla er gjaldið lægra, eða 2 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra.
Hér geta leigutakar slíkra bíla skráð km stöðuna.