Umsókn um viðskipti
Óski viðskiptavinur bílaleigunnar eftir því að komast í viðskipti við Höld ehf. - Bílaleigu Akureyrar skal hann fylla út „Umsókn um viðskipti“ á þar til gerðu eyðublaði, undirrita eyðublaðið (rafræn undirritun möguleg) og senda það til Hölds ehf. - Bílaleigu Akureyrar á netfangið vidskipti@holdur.is
Við undirritun umsóknar samþykkir umsækjandi um leið að Höldur ehf. leiti upplýsinga um umsækjanda hjá Creditinfo. Í reikningsviðskiptum er skilgreind hámarksúttekt að undangengnu samþykki Hölds ehf.
Viðskipti við Höld ehf. - Bílaleigu Akureyrar eru greið ef greitt er með kreditkorti eða staðgreiðslu. Ef reikningsviðskipti eru ekki samþykkt er farið fram á greiðslu með kreditkorti eða staðgreiðslu. Ef um stærri staðgreiðsluviðskipti er að ræða er möguleiki að bjóða upp á aðrar greiðslulausnir frá þriðja aðila, svo sem Visa raðgreiðslusamning og Pei.
Application for Business Agreement