Rafrænt umsóknarferli
Einstaklingar
Með umsókn þessari veiti ég Höldi ehf. heimild til að sækja upplýsingar um lánshæfismat mitt til Creditinfo og samþykki og heimila að upplýsingarnar verði nýttar og sóttar í tengslum við ákvarðanatöku um lánsviðskipti, sem og við eftirlit í tengslum við slík viðskipti, enda hafi Höldur ehf. lögvarða hagsmuni af umræddra upplýsinga skv. 9. gr. laga nr. 90/2018. Undirritaður er upplýstur um að hann getur afturkallað samþykki þetta og skal slík afturköllun send Höldi ehf. með sannanlegum hætti. Afturköllun samþykkis getur leitt til þess að viðskiptareikningi viðkomandi verði lokað. Fram að þeim tíma að samþykki er afturkallað eða viðskiptum aðila lýkur er samþykki þetta í gildi.
Fyrirtæki
Umsókn þessi veitir Höldi ehf. heimild til að sækja upplýsingar um umsækjanda til Creditinfo í tengslum við ákvörðunartöku um lánsviðskipti, s.s. í tengslum við tilboðsgerð, svo og við eftirlit í tenglsum við slík viðskipti enda hafi Höldur ehf. lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga. Þær upplýsingar sem kunna að verða sóttar samanber framangreint eru upplýsingar úr vanskilaskrá Creditinfo og lánshæfismat, en lánshæfismatið metur líkur á vanskilum tólf mánuði fram í tímann og byggir á upplýsingum sem Creditinfo safnar og/eða miðlar, s.s. upplýsingum í vanskilaskrá, hlutafélagaskrá, skattskrá o.fl. Hluti upplýsinga frá Creditinfo byggir á samkeyrslu gagna og geta innihaldið sögulegar upplýsingar um þróun vanskila og áhættumats.
Allar nánari upplýsingar um hlutaðeigandi upplýsignar Creditinfo og kunna að verða notaðar af Höldi ehf. má finna á heimasíðu Creditinfo www.creditinfo.is