Fara í efni

Áratugareynsla í langtímaleigu

Mynd tekin um síðustu aldamót.  Hér stillir hluti starfsmanna Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni 9 sér …
Mynd tekin um síðustu aldamót. Hér stillir hluti starfsmanna Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni 9 sér upp við eðalvagna þess tíma.

Fyrirtækið Höldur var stofnað árið 1974 en upphaf Bílaleigu Akureyrar má þó rekja allt aftur til ársins 1966. Á árunum undir síðustu aldamót hafði myndast þó nokkur eftirspurn eftir bílum til leigu til lengri tíma. Fyrst um sinn voru þetta aðeins nokkrir bílar og þá aðallega um að ræða fyrirtæki sem þurftu bíla í föst verkefni í tiltekinn tíma. Það má því segja að langtímaleiga Bílaleigu Akureyrar hafi hafist á þessum árum.

Með aukinni eftirspurn hefur langtímaleigan vaxið og er í dag vinsæll kostur hjá bæði einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Fjölbreytt framboð nýlegra bíla ásamt góðri þjónustu og sveigjanleika eru einkenni langtímaleigu Bílaleigu Akureyrar. Bílaleiga Akureyrar býður í dag allar stærðir bíla í langtímaleigu, allt frá minnstu smábílum upp í jeppa, smárútur og atvinnubíla.  Hlutdeild visthæfra bíla í ýmsum útfærslum er stöðugt að aukast og þar er úrvalið fjölbreytt og kostirnir margir. 

Kynntu þér hvað við höfum að bjóða.