Fara í efni

Nýsköpunarviðurkenning ferðaþjónustunnar

Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríku…
Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.

Höldur – Bílaleiga Akureyrar og Hopp Reykjavík hlutu Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir nýsköpunarverkefnið Hopp deilibílar. Fyrirtækin, sem bæði leggja ríka áherslu á umhverfismálefni í rekstri sínum, hófu samstarf snemma árs 2021. Þann 18. mars sama ár var fyrsti deilibíllinn leigður út og hafa bílarnir, sem allir eru 100% rafbílar verið 10 talsins.

Fyrirhugað er að efla samstarfið á næstu mánuðum og fjölga deilibílunum. Með fjölgun Hopp deilibíla mun deilibílasvæðið jafnframt stækka og því munu bílarnir sjást víðar á götum borgarinnar á næstunni.

Í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar að þessu tilefni kom meðal annars fram að „Tilnefningarnar til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar endurspegla mikla grósku og nýsköpun í ferðaþjónustu um allt land. Hugmyndaauðgi, stórhugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrirtæki sem tilnefnd voru“.

Það er afar ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu á samstarfsverkefni okkar með Hopp og hvetur okkur til áframhaldandi verkefna á sviði nýsköpunar.