Fara í efni

Eftirlitsbúnaður

Við vinnum nú að því að koma fyrir eftirlitsbúnaði í bílaflota okkar sem nýtir GPS staðsetningartækni. Fyrirtækjum mun gefast kostur á að fá aðgang að stjórnborði ökurita síns bíls eða sinna bíla í gegnum vefaðgengi. Innheimt verður mánaðargjald fyrir aðgengi að stjórnborðinu og verður gjaldið breytilegt eftir því hversu marga bíla viðkomandi er með á leigu. Búnaðurinn hefur fjölmarga kosti og getur meðal annars bætt nýtingu bílaflota fyrirtækja og um leið stuðlað að lægri tjónatíðni og minni eldsneytiskostnaði.

Meðal þátta sem fyrirtæki geta vaktað

  • Ökuferill
  • Aksturshegðun
  • Kílómetranotkun

Við munum setja frekari upplýsingar um þetta verkefni og framþróun þess hér inn á næstunni.